Störf fyrir
framúrskarandi aðila

Creditinfo er ört vaxandi, alþjóðlegt fyrirtæki á sviði miðlunar fjárhags- og viðskiptaupplýsinga. Tilgangur Creditinfo er að auka virði upplýsinga í þágu einstaklinga, fyrirtækja og opinberra aðila og stuðla þannig að réttri ákvarðanatöku og trausti í viðskiptum. Á Íslandi vinnum við í samhentu teymi í verkefnamiðaðari vinnuaðstöðu. Starfsemin er ISO 27001 vottuð, allar okkar greiningar eru unnar í vöruhúsi gagna og markmið okkar er bættur árangur á hverjum degi. Hjá félaginu starfa um 40 manns hérlendis og rúmlega 400 manns úti um allan heim.

Senda umsókn
Gjaldskrá og áskriftarleiðir

Störf í boði hjá Creditinfo

Almenn umsókn

Creditinfo er leiðandi upplýsinga- og þjónustufyrirtæki, sem sérhæfir sig í miðlun fjárhags- og viðskiptaupplýsinga, fjölmiðlavöktun og ráðgjöf á áhættumati og áhættustýringu fyrirtækja.

Hjá Creditinfo starfar hópur sérfræðinga með fjölbreytta reynslu og menntun sem gerir fyrirtækinu kleift að bjóða uppá úrvals lausnir fyrir fjármálaþjónustu og fjölmiðlaupplýsingar.

Við hvetjum alla til að senda inn umsókn til okkar sem vilja taka að sér krefjandi verkefni við að aðstoða fyrirtæki og einstaklinga við upplýsta ákvarðanatöku.

Senda umsókn

Framendaforritari

Hugbúnaðardeild Creditinfo leitar að hæfileikaríkum og ástríðufullum framendaforritara til að taka þátt í framúrskarandi vöruþróun og hugbúnaðarframleiðslu. Við leitum að einstaklingi sem hefur brennandi áhuga á framendaþróun og að vinna í öflugu teymi sérfræðinga þar sem nýsköpun og gæði eru í fyrirrúmi.


Helstu verkefni og ábyrgð

  • Hugbúnaðarframleiðsla með áherslu á framenda
  • Taka þátt í tæknilegri stefnumótun og ákvarðanatöku
  • Vinna náið með vöru- og verkefnastjórum við skipulagningu og undirbúning verkefna ásamt hönnuði við teikningar
  • Skapa lausnir sem bæta notendaupplifun og auka virkni hugbúnaðarins

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Háskólamenntun í tölvunarfræði eða sambærileg menntun
  • Reynsla og þekking á React, Material UI, Redux eða öðrum JavaScript frameworks nauðsynleg
  • Góður skilningur á HTML/CSS stöðlum
  • Þekking á bakendaforritun kostur
  • Framúrskarandi samskiptahæfni og jákvætt viðmót
  • Frumkvæði, skipulagshæfni og sjálfstæð vinnubrögð
  • Aðlögunarhæfni og færni í að læra hratt og tileinka sér ný verkefni og vinnuaðferðir.
  • Hæfni til að vinna vel í teymi og leggja sitt af mörkum til sameiginlegra markmiða

Creditinfo er leiðandi upplýsinga- og þjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig í miðlun fjárhags- og viðskiptaupplýsinga, fjölmiðlavöktunar, ráðgjöf á áhættumati og áhættustýringu fyrirtækja.

Á Íslandi starfa rúmlega 45 starfsmenn en í heildina starfa um 450 starfsmenn hjá Creditinfo sem býður upp á þjónustu í um 30 löndum. Um er að ræða skemmtilegan og lifandi vinnustað þar sem mikil áhersla er lögð á nýjar framtíðarlausnir og framúrskarandi þjónustu.

Nánari upplýsingar veitir Eiríkur Gestsson, forstöðumaður Upplýsinga- og tæknisviðs  eirikur.gestsson@creditinfo.com

Sækja um

Fréttabréf Creditinfo

Fáðu nýjustu fréttir af lausnum og þjónustu Creditinfo í tölvupósti
Þú hefur verið skráður í fréttabréf hjá Creditinfo
Oops! Something went wrong while submitting the form.